Í fyrsta þættinum var hann að undirbúa sig fyrir sína aðra nefaðgerð en hann fór í þá fyrstu fyrir tíu árum. Þessi aðgerð er þónokkuð flókinn þar sem áður hefur verið ráðist í aðgerð á svæðinu. Því kostar hún 1,8 milljónir króna. Nú var komið að stóru stundinni og framkvæmdi lýtalæknirinn dr. Mahmet Kiral aðgerðina í Istanbúl í Tyrklandi.
Móðir Viktors flaug með honum út og var hjá honum fyrir og eftir aðgerðina. Í myndbroti úr síðasta þætti hér að neðan má sjá þegar Viktor kemur úr aðgerðinni, verkjaður og nokkuð utan við sig.
Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.