Sjóræningjar réðust á Íslendinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:01 Einar og skipsfélagar hans lentu í miklum lífsháska við strendur Kamerún og í lokaþætti af Útkalli rifjar hann upp þessa ótrúlegu reynslu. Stöð 2 „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands. Útkall Einu sinni var... Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands.
Útkall Einu sinni var... Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“