Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun