Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 15:43 Frá því að Þjóðverjinn Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrra hefur hún lagt áherslu á afregluvæðingu til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma. Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma.
Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent