Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri Íslendinga í The Open í ár en hún endaði í fimmtánda sæti á heimsvísu. @sarasigmunds Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir að CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum. Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu. CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira