Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 12:11 Kona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar úr Steinafjalli á mánudag. Hún var erlendur ferðamaður. Vísir/stefán Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“ Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“
Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39