Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 10:22 Börn og eldri borgarar hlusta á tónleika á Iceland Airwaves á Grund árið 2022. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent