Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 10:22 Börn og eldri borgarar hlusta á tónleika á Iceland Airwaves á Grund árið 2022. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35