Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 09:13 Ljósmynd af Zhenhao Zou sem tekin er úr myndbandsupptöku. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tíu konum en óttast er að fórnarlömbin séu margfalt fleiri. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum. Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum.
Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira