Fordæmir atvikið í Grindavík Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 17:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. „Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
„Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira