Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 11:51 Ari Þórðarson er framkvæmdastjóri Hreint ehf. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi. Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti Hreint ehf. fyrr í mánuðinum að ef fyrirtækið hefði ekki sótt um leyfi fyrir daginn í dag yrði þjónustan stöðvuð. Hreint kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar og fór fram á frestun réttaráhrifa, sem eftirlitið mótmælti ekki. Í úrskurði nefndarinnar segir að um sé að ræða íþyngjandi ákvörðun sem beinist eingöngu að Hreint og geti valdið fyrirtækinu tjóni. Þar sem engar knýjandi ástæður liggi fyrir að hefja aðgerðir tafarlaust sé rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Hreint ehf. telur að ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins byggi ekki á skýrum lagagrundvelli og að starfsemi fyrirtækisins falli ekki með ótvíræðum hætti undir skilgreiningu á „þvottahúsi“. Þvottahús sé aðeins lítill hluti starfseminnar. Þá megi, að mati fyrirtækisins, ná markmiðum laganna með vægari úrræðum. Úrskurður nefndarinnar er til bráðabirgða og felur ekki í sér efnislega afstöðu til þess hvort reksturinn sé starfsleyfisskyldur. Niðurstaða í málinu liggur því ekki enn fyrir, en fram að því má Hreint ehf. halda starfseminni ótruflað áfram. Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er til húsa í Auðbrekku í Kópavogi. Ekki náðist í Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, við vinnslu fréttarinnar. Kópavogur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti Hreint ehf. fyrr í mánuðinum að ef fyrirtækið hefði ekki sótt um leyfi fyrir daginn í dag yrði þjónustan stöðvuð. Hreint kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar og fór fram á frestun réttaráhrifa, sem eftirlitið mótmælti ekki. Í úrskurði nefndarinnar segir að um sé að ræða íþyngjandi ákvörðun sem beinist eingöngu að Hreint og geti valdið fyrirtækinu tjóni. Þar sem engar knýjandi ástæður liggi fyrir að hefja aðgerðir tafarlaust sé rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Hreint ehf. telur að ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins byggi ekki á skýrum lagagrundvelli og að starfsemi fyrirtækisins falli ekki með ótvíræðum hætti undir skilgreiningu á „þvottahúsi“. Þvottahús sé aðeins lítill hluti starfseminnar. Þá megi, að mati fyrirtækisins, ná markmiðum laganna með vægari úrræðum. Úrskurður nefndarinnar er til bráðabirgða og felur ekki í sér efnislega afstöðu til þess hvort reksturinn sé starfsleyfisskyldur. Niðurstaða í málinu liggur því ekki enn fyrir, en fram að því má Hreint ehf. halda starfseminni ótruflað áfram. Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er til húsa í Auðbrekku í Kópavogi. Ekki náðist í Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, við vinnslu fréttarinnar.
Kópavogur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira