Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 23:32 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun