Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. mars 2025 22:48 Memphis Depay varð deildarmeistari á sínu fyrsta tímabili í Brasilíu. EPA-EFE/ISAAC FONTANA Memphis Depay efndi til slagsmála með því að standa á boltanum, rétt áður en hann varð deildarmeistari með Corinthians í Brasilíu. Corinthians var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn um titilinn og komið var fram að nítugustu mínútu í seinni leiknum þegar Depay ákvað, í stað þess að skýla boltanum bara, að standa aðeins á honum og stæra sig. Tveir leikmenn Corinthians réðust að honum og augnabliki síðar höfðu brotist út heljarinnar slagsmál eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Memphis Depay é COBRA da bolaacabou com o jogo em um lance pic.twitter.com/eHAWrKGqUJ— FluResenha (@resenhaflutt) March 28, 2025 Leikurinn hafði verið mjög dramatískur fram að þessu, þjálfari og miðjumaður Corinthians fengu báðir rautt spjald og sóknarmaður Palmeiras klúðraði víti sem hefði jafnað stöðuna í einvíginu. Nokkrum mínútum síðar þegar menn höfðu róað sig niður hélt leikurinn áfram og Corinthians hélt út 1-0 sigur. Liðið varð þar með deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2019 en alls var þetta 31. deildarmeistaratitillinn, sem er met. Depay fylgdi í fótspor goðsagna eins og Jaap Stam og Ruud van Nistelrooy sem komu til Manchester United frá PSV, en náði aldrei sömu hæðum. John Peters/Man Utd via Getty Images Þetta var fimmti titillinn á ferli Depay, sem gekk til liðs við Corinthians frá Atlético Madrid í fyrra en varð síðast deildarmeistari með Barcelona tímabilið 2022-23. Þar áður hafði hann leikið fyrir Lyon og Manchester United, sem keypti hann fyrir mikið fé frá uppeldisfélaginu PSV Eindhoven. Brasilía Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Corinthians var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn um titilinn og komið var fram að nítugustu mínútu í seinni leiknum þegar Depay ákvað, í stað þess að skýla boltanum bara, að standa aðeins á honum og stæra sig. Tveir leikmenn Corinthians réðust að honum og augnabliki síðar höfðu brotist út heljarinnar slagsmál eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Memphis Depay é COBRA da bolaacabou com o jogo em um lance pic.twitter.com/eHAWrKGqUJ— FluResenha (@resenhaflutt) March 28, 2025 Leikurinn hafði verið mjög dramatískur fram að þessu, þjálfari og miðjumaður Corinthians fengu báðir rautt spjald og sóknarmaður Palmeiras klúðraði víti sem hefði jafnað stöðuna í einvíginu. Nokkrum mínútum síðar þegar menn höfðu róað sig niður hélt leikurinn áfram og Corinthians hélt út 1-0 sigur. Liðið varð þar með deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2019 en alls var þetta 31. deildarmeistaratitillinn, sem er met. Depay fylgdi í fótspor goðsagna eins og Jaap Stam og Ruud van Nistelrooy sem komu til Manchester United frá PSV, en náði aldrei sömu hæðum. John Peters/Man Utd via Getty Images Þetta var fimmti titillinn á ferli Depay, sem gekk til liðs við Corinthians frá Atlético Madrid í fyrra en varð síðast deildarmeistari með Barcelona tímabilið 2022-23. Þar áður hafði hann leikið fyrir Lyon og Manchester United, sem keypti hann fyrir mikið fé frá uppeldisfélaginu PSV Eindhoven.
Brasilía Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki