Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 08:30 Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun