Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2025 20:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir íslenska innviði undir stöðugum árásum frá erlendum netárásarhópum. Vísir/Anton Brink Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“ Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“
Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30
Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06
Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent