Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:02 Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar