Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 09:45 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, þegar hann heimsótti landamærin að Belarús um helgina. Vísir/EPA Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar. Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar.
Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira