Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 10:32 Viskí er eins og vín, verður betra með aldrinum. Þannig getur nýframleidd tunna hækkað verulega í verði því lengur sem hún er geymd. Getty Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til. Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum. Bretland Áfengi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum.
Bretland Áfengi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira