Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 10:32 Viskí er eins og vín, verður betra með aldrinum. Þannig getur nýframleidd tunna hækkað verulega í verði því lengur sem hún er geymd. Getty Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til. Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum. Bretland Áfengi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum.
Bretland Áfengi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira