Edduverðlaunin á sviði kvikmynda voru veitt í kvöld. Verðlaunin fyrir sjónvarpsefni verða svo veitt í maí. Alls bárust 72 verk og 129 innsendingar til fagverðlauna að þessu sinni. Met var slegið í innsendum verkum í ár en aukningin frá því í fyrra er rúm 80 prósent.
Í báðum flokkum leikara fyrir bæði kynin fengu leikarar úr sömu kvikmyndinni verðlaun.
Egill Ólafsson og Pálmi Kormákur fengu Edduna fyrir að vera leikarar ársins fyrir Snertingu, Egill í aðalhlutverki og Pálmi í aukahlutverki.
Elín Hall og Katla Njálsdóttir, úr Ljósbroti, fengu svo verðlaunin fyrir að vera leikkonur ársins.
Sjá einnig: Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta
Þau Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir voru heiðruð fyrir störf þeirra í leiklistinni á Íslandi. Gunnur Martinsdóttir Schlüter var svo heiðruð sem uppgötvun ársins.
Hér að neðan má sjá hvernig verðlaunin voru veitt í ár.
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Geltu
Heimavist
Kirsuberjatómatar
ERLEND KVIKMYND ÁRSINS
All of us strangers
Elskling
Perfect Days
Poor things
Substance
HEIMILDARMYND ÁRSINS
Fjallið það öskrar
Kúreki Norðursins, sagan af Johnny King
The Day Iceland Stood Still
HEIMILDARSTUTTMYND ÁRSINS
Kirsuberjatómatar
Ómur jóla
Vélsmiðja 1913
KVIKMYND ÁRSINS
Ljósbrot
Ljósvíkingar
Snerting
STUTTMYND ÁRSINS
Fár
Flökkusinfónía
O
BRELLUR ÁRSINS
Jörundur Rafn Arnarson og Christian Sjostedt - Ljósbrot
Árni Gestur Sigfússon
Michael Denis
BÚNINGAR ÁRSINS
Helga Rós Hannam
Arndís Ey
Margrét Einarsdóttir - Snerting
GERVI ÁRSINS
Evalotte Oosterop
Tinna Ingimarsdóttir
Ásta Hafþórsdóttir- Snerting
HANDRIT ÁRSINS
Rúnar Rúnarsson
Snævar Sölvason
Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur - Snerting
HLJÓÐ ÁRSINS
Agnar Friðbertsson, Birgir Tryggvason
Björn Viktorsson
Kjartan Kjartansson - Snerting
KLIPPING ÁRSINS
Andri Steinn Guðjónsson
Jussi Rautaniemi
Sigurður Eyþórsson - Snerting
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Sophia Olsson
Kerttu Hakkarainen
Bergsteinn Björgúlfsson - Snerting
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Björn Jörundur Friðbjörnsson
Egill Ólafsson - Snerting
Þorsteinn Gunnarsson
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Björn Thors
Mikael Kaaber
Pálmi Kormákur - Snerting
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Elín Hall - Ljósbrot
Helga Braga Jónsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Katla Njálsdóttir - Ljósbrot
Sólveig Arnarsdóttir
Yoko Narahashi
LEIKMYND ÁRSINS
Hulda Helgadóttir
Snorri Freyr Hilmarsson
Sunneva Ása - Snerting
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Rúnar Rúnarsson - Ljósbrot
Snævar Sölvason
Baltasar Kormákur
TÓNLIST ÁRSINS
Kristján Sturla Bjarnason
Magnús Jóhann
Högni Egilsson - Snerting