Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0.
💥 IT'S RUSSOOOOOO !
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025
Arsenal's remontada is afoot in North London.
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv
#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/lzADRs1SFb
Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024.
👀 Chloe Kelly sees Mariona and her header gets Arsenal level on aggregate with Real Madrid, 2-2!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv
#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/RPZafWKn6z
Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag.
😱 Acrobatic finish from Russo and Arsenal are in dreamland: 3 goals in 13 minutes to turn the tie against Real Madrid in their favor!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv
#UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/zevIg6nNpO
Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins.
Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað.