Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 18:59 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, ávarpaði blaðamann fyrir utan þinghús landsins í dag. Þar gagnrýndi hann harðlega hæstarétt fyrir ákvörðunina. AP/Luis Nova Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna. Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra. Brasilía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Brasilía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira