Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Gætu þénað ótrúlega upphæð fari þau alla leið á HM félagsliða. Michael Regan/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða í knattspyrnu gæti skilað ensku félögunum Chelsea og Manchester City 97 milljónum punda í vasann, það gerir sextán milljarða íslenskra króna. Alls munu 32 lið taka þátt í þessu nýja fyrirkomulagi keppninnar sem hefur lengi vel ekki verið í hávegum höfð. Hér áður fyrr var um að ræða hálfgert hraðmót milli jóla og nýárs en nú mun keppnin innihalda 32 lið og mun fyrirkomulagið líkjast því sem þekkist frá stórmótum landsliða. Verðlaunaféð er samtals 775 milljónir punda. Til að byrja með verður 407 milljónum deilt á milli þátttökuliðanna, ekki munu þó öll liðin fá jafn stóran hlut. Hinar 368 milljónirnar munu svo deilast niður á félögin eftir árangri þeirra í keppninni. Milljónunum 407 verður deilt niður á íþrótta- og viðskiptalegum grundvelli. Það þýðir að stærstu lið Evrópu geta þénað meira en stærstu lið annarra heimsálfa. Þar sem Chelsea og ManCity hafa bæði unnið Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum geta þau þénað allt að 16 milljarða fari svo að þau vinni alla sína leiki. Væri það hæsta verðlaunafé í sögunni miðað við spilaða leiki en liðin sem komast í úrslit HM félagsliða munu hafa spilað sjö leiki talsins. HM félagsliða fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á þessu ári. Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Alls munu 32 lið taka þátt í þessu nýja fyrirkomulagi keppninnar sem hefur lengi vel ekki verið í hávegum höfð. Hér áður fyrr var um að ræða hálfgert hraðmót milli jóla og nýárs en nú mun keppnin innihalda 32 lið og mun fyrirkomulagið líkjast því sem þekkist frá stórmótum landsliða. Verðlaunaféð er samtals 775 milljónir punda. Til að byrja með verður 407 milljónum deilt á milli þátttökuliðanna, ekki munu þó öll liðin fá jafn stóran hlut. Hinar 368 milljónirnar munu svo deilast niður á félögin eftir árangri þeirra í keppninni. Milljónunum 407 verður deilt niður á íþrótta- og viðskiptalegum grundvelli. Það þýðir að stærstu lið Evrópu geta þénað meira en stærstu lið annarra heimsálfa. Þar sem Chelsea og ManCity hafa bæði unnið Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum geta þau þénað allt að 16 milljarða fari svo að þau vinni alla sína leiki. Væri það hæsta verðlaunafé í sögunni miðað við spilaða leiki en liðin sem komast í úrslit HM félagsliða munu hafa spilað sjö leiki talsins. HM félagsliða fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira