Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:48 Fyrstu sakborningar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars. Vísir/Anton Brink Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14