Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 08:39 Bandaríkjastjórn hefur skellt himinháum tollum á bandalagsríki sín og Kína sem hafa svarað í sömu mynt. Óvissa í alþjóðamálum gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi. Vísir/Vilhelm Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent