Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 15:01 Benoný Breki Andrésson var á skotskónum fyrir Ísland í dag. Getty/Ben Roberts Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann 6-1 stórsigur gegn Skotlandi í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni í dag. Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58
KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45