Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir, Karen Rut Robertsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir standa að hlaðvarpinu Á bak við tjöldin. Þorgeir Örn Tryggvason „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu. Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu.
Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira