Lífið

Sveppi og Pétur skít­hræddir við hýenur sem heima­maðurinn kallar djöfullinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi með hjartað í buxunum.
Sveppi með hjartað í buxunum.

Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum voru þeir Auddi og Steindi mættir til suðaustur Asíu, til Filippseyjar.

En Sveppi og Pétur voru mættir til Eþíópíu að harka stig með heimamönnum.

Ein áskorun vakti sérstaka athygli hjá þeim Pétri og Sveppa þegar þeir urðu að taka áskorun tengdri hýenum sem eru vægast sagt hættulegar þar í landi.

Þar áttu þeir meðal annars að láta þær éta kjöt af priki sem stóð út úr munninum þeirra. Mikil hræðsla en menn létu það ekki stöðva sig. Heimamaðurinn kallar skepnurnar djöfulinn sem var ekki beint til að róa þá drengi eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sveppi og Pétur skít­hræddir við hýenur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.