„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 18:03 Justin Kluivert er viss um Dean Huijsen verði ekki liðsfélagi hans hjá Bournemouth á næsta tímabili. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. Huijsen fæddist í Hollandi en flutti til Spánar aðeins fimm ára gamall og kaus að spila fyrir spænska landsliðið. Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall hefur hann spilað stórt hlutverk hjá Bournemouth á tímabilinu og var kallaður í sitt fyrsta landsliðverkefni þegar Inigo Martinez datt út úr hópnum vegna meiðsla. Í fyrri leiknum spilaði hann rúman hálfleik eftir að Pau Cubarsí fór meiddur út af, í gær spilaði hann svo allan framlengdan leikinn. Einvígið endaði 3-3 og Spánn fór áfram með 5-4 sigri í vítaspyrnukeppni. Huijsen átti stoðsendinguna í þriðja marki Spánar þegar hann gaf langan bolta yfir vörnina á Lamine Yamal sem kláraði færið. ☄️ Yamal curler 🪄 Olise free-kick🎯 Samardžić stunner🤸♂️ Lukaku acrobaticsWhich is your favourite goal?#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/R03SPL4YsJ— UEFA EURO (@UEFAEURO) March 24, 2025 Sjö sinnum hreinsaði hann boltann úr hættulegri og einu sinni kom hann í veg fyrir skot sem stefndi að marki, engum leikmanni Hollands tókst að sóla sig framhjá honum, á 120 mínútum. 😱 Justin Kluivert, compañero de Dean Huijsen en el Bournemouth, con @matoribio85 “Yo sé que el próximo año no está con nosotros”📻https://t.co/NLZYepZL3K pic.twitter.com/UPUaf3cI0J— Radio MARCA (@RadioMARCA) March 24, 2025 „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ sagði liðsfélagi hans hjá Bournemouth, Justin Kluivert, eftir leik. Kluivert og Huijsen eru liðsfélagar hjá Bournemouth. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images „Hann er frábær viðbót fyrir spænskan fótbolta. Hann lítur út fyrir að hafa spilað á hæsta getustigi í mörg ár. Hann passar mjög vel inn í hópinn, bæði sem leikmaður en líka sem manneskja“ sagði spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente, sem hefur þó áður sagt að hann stefni á að halda tryggð við leikmennina sem voru í landsliðshópnum þegar Spánn varð Evrópumeistari síðasta sumar. Fjöldi stórliða eru sögð fylgjast með leikmanninum fyrir félagaskiptagluggann sem opnast í sumar. Liverpool hefur verið nefnt í því samhengi, þar sem Virgil Van Dijk hefur ekki enn skrifað undir samning og gæti verið á förum. Real Madrid er einnig sagt áhugasamt, liðið hefur glímt við mikil meiðsli í varnarlínunni á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Sjá meira
Huijsen fæddist í Hollandi en flutti til Spánar aðeins fimm ára gamall og kaus að spila fyrir spænska landsliðið. Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall hefur hann spilað stórt hlutverk hjá Bournemouth á tímabilinu og var kallaður í sitt fyrsta landsliðverkefni þegar Inigo Martinez datt út úr hópnum vegna meiðsla. Í fyrri leiknum spilaði hann rúman hálfleik eftir að Pau Cubarsí fór meiddur út af, í gær spilaði hann svo allan framlengdan leikinn. Einvígið endaði 3-3 og Spánn fór áfram með 5-4 sigri í vítaspyrnukeppni. Huijsen átti stoðsendinguna í þriðja marki Spánar þegar hann gaf langan bolta yfir vörnina á Lamine Yamal sem kláraði færið. ☄️ Yamal curler 🪄 Olise free-kick🎯 Samardžić stunner🤸♂️ Lukaku acrobaticsWhich is your favourite goal?#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/R03SPL4YsJ— UEFA EURO (@UEFAEURO) March 24, 2025 Sjö sinnum hreinsaði hann boltann úr hættulegri og einu sinni kom hann í veg fyrir skot sem stefndi að marki, engum leikmanni Hollands tókst að sóla sig framhjá honum, á 120 mínútum. 😱 Justin Kluivert, compañero de Dean Huijsen en el Bournemouth, con @matoribio85 “Yo sé que el próximo año no está con nosotros”📻https://t.co/NLZYepZL3K pic.twitter.com/UPUaf3cI0J— Radio MARCA (@RadioMARCA) March 24, 2025 „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ sagði liðsfélagi hans hjá Bournemouth, Justin Kluivert, eftir leik. Kluivert og Huijsen eru liðsfélagar hjá Bournemouth. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images „Hann er frábær viðbót fyrir spænskan fótbolta. Hann lítur út fyrir að hafa spilað á hæsta getustigi í mörg ár. Hann passar mjög vel inn í hópinn, bæði sem leikmaður en líka sem manneskja“ sagði spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente, sem hefur þó áður sagt að hann stefni á að halda tryggð við leikmennina sem voru í landsliðshópnum þegar Spánn varð Evrópumeistari síðasta sumar. Fjöldi stórliða eru sögð fylgjast með leikmanninum fyrir félagaskiptagluggann sem opnast í sumar. Liverpool hefur verið nefnt í því samhengi, þar sem Virgil Van Dijk hefur ekki enn skrifað undir samning og gæti verið á förum. Real Madrid er einnig sagt áhugasamt, liðið hefur glímt við mikil meiðsli í varnarlínunni á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Sjá meira