Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 17:01 Brynja Péturs með nemendum á árlegum Hiphop Weekend viðburði í Malmö í nóvember 2024. Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum. Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“ Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“
Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03