Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 14:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Bannað var að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi með reglugerð sem tók gildi í byrjun árs 2020. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman. Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman.
Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira