Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 10:31 Arnar Gunnlaugsson fer ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari. Lárus Orri Sigurðsson segir ljóst að Arnar hafi gert klár mistök í liðsvali sínu í gær. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira