Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 10:31 Arnar Gunnlaugsson fer ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari. Lárus Orri Sigurðsson segir ljóst að Arnar hafi gert klár mistök í liðsvali sínu í gær. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira