Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 08:37 Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu tvo menn sem höfðu fest vélsleða sína skammt frá fjallinu Klakka. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent