Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar 24. mars 2025 11:30 Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar