Tuchel skammaði Foden og Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2025 10:02 Phil Foden lék sinn 44. landsleik í gær. ap/Alastair Grant Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær. Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn. HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn.
HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn