Tuchel skammaði Foden og Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2025 10:02 Phil Foden lék sinn 44. landsleik í gær. ap/Alastair Grant Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær. Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn. HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Tuchel stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætti Albaníu á Wembley í undankeppni HM 2026 í gær. Englendingar unnu 2-0 sigur með mörkum frá Myles Lewis-Skelly og Harry Kane. Sá fyrrnefndi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrsta landsleiknum en Kane bætti enn markamet sitt fyrir enska landsliðið með sínu sjötugasta marki fyrir það. Þrátt fyrir sigurinn var Tuchel ekki alsáttur með frammistöðu enska liðsins í gær og tiltók sérstaklega kantmennina Foden og Rashford í því samhengi. „Báðir kantmennirnir sem byrjuðu höfðu ekki jafn mikil áhrif og þeir geta haft og hafa með sínum félagsliðum,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki alveg af hverju við áttum í vandræðum með að koma boltanum hraðar til þeirra, í opnari stöðum. Ég þarf að skoða leikinn. Okkur vantaði hlaup án bolta svo það var aðeins of mikið um sendingar og ekki nógu mikið um einleik. Við vorum ekki nógu ágengir upp við markið. Þeir hafa verið góðir með sínum félagsliðum undanfarnar vikur. Við höldum áfram að hvetja þá og búa til ramma fyrir þá svo þeir geti sýnt hvað í þeim býr.“ Rashford, sem er á láni hjá Aston Villa frá Manchester United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í heilt ár í gær. Hann lék þá sinn 61. landsleik. Foden hefur verið fastamaður í enska liðinu undanfarin misseri en ekki látið mikið að sér kveða. Hann hefur nú leikið sautján landsleiki í röð án þess að koma að marki. Næsti leikur Englands er gegn Lettlandi á mánudaginn.
HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. 22. mars 2025 08:02