Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 13:00 Hermenn fyrir utan forsetahöllina í Khartoum. AP/Her Súdan Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu. Súdan Hernaður Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira
Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu.
Súdan Hernaður Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira