Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 22. mars 2025 22:03 Frá aldamótum hefur verið skilti á þessum stað við Hvalfjarðargöngin. Frá 2023 hefur skiltið verið með led-skjám. Nú hefur eigendum verið gert að taka það niður. Vísir/Sigurjón Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.
Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira