Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 22. mars 2025 22:03 Frá aldamótum hefur verið skilti á þessum stað við Hvalfjarðargöngin. Frá 2023 hefur skiltið verið með led-skjám. Nú hefur eigendum verið gert að taka það niður. Vísir/Sigurjón Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.
Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira