Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 13:28 Óvissa ríkir með þátttöku Glódísar Perlu Viggósdóttur í næstu leikjum íslenska landsliðsins. vísir/anton Ekki liggur fyrir hvort Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verði með því í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hún glímir við hnémeiðsli. Glódís sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München tapaði fyrir Lyon, 0-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Glódís lék fyrstu 53 mínúturnar þegar Bayern vann Wolfsburg, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni á föstudaginn en missti af leik gegn Köln 9. mars. Glódís er í íslenska landsliðshópnum sem var kynntur í dag en óvíst er hvort hún geti spilað leikina gegn Noregi og Sviss. „Glódís er meidd eins og er og það er bara 50/50 hvort að hún verði með. Það skýrist í verkefninu. Þetta er beinmar í hné. Þetta er búið að vera að angra hana í svolítinn tíma. Síðan þegar hún byrjaði að æfa aftur eftir síðasta landsliðsverkefni þá versnaði þetta. Ég er í ágætis samskiptum við þá [Bayern] um þetta og þetta kemur bara í ljós,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn var Glódís ekki leikfær í gær þrátt fyrir að hafa verið á varamannabekknum. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Svisslendinga en lutu í lægra haldi fyrir Frökkum, 3-2. Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss fjórum dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Glódís sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München tapaði fyrir Lyon, 0-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Glódís lék fyrstu 53 mínúturnar þegar Bayern vann Wolfsburg, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni á föstudaginn en missti af leik gegn Köln 9. mars. Glódís er í íslenska landsliðshópnum sem var kynntur í dag en óvíst er hvort hún geti spilað leikina gegn Noregi og Sviss. „Glódís er meidd eins og er og það er bara 50/50 hvort að hún verði með. Það skýrist í verkefninu. Þetta er beinmar í hné. Þetta er búið að vera að angra hana í svolítinn tíma. Síðan þegar hún byrjaði að æfa aftur eftir síðasta landsliðsverkefni þá versnaði þetta. Ég er í ágætis samskiptum við þá [Bayern] um þetta og þetta kemur bara í ljós,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn var Glódís ekki leikfær í gær þrátt fyrir að hafa verið á varamannabekknum. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Svisslendinga en lutu í lægra haldi fyrir Frökkum, 3-2. Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss fjórum dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira