Lífið

Lenti í klandri strax í fyrstu spurningu um Þorrann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þrátt fyrir erfiðan þátt fór Kristófer ekki snauður heim.
Þrátt fyrir erfiðan þátt fór Kristófer ekki snauður heim.

Kristófer Skúli Auðunsson keppandi í Spurningaspretti vissi ekki hvar á sig stóð veðrið þegar hann mætti á gólfið til Gumma Ben. Hann lenti strax í klandri í fyrstu spurningu um Þorrann en fór þó ekki snauður heim.

Spurningasprettur fór í loftið á Stöð 2 þarsíðustu helgi, nánar tiltekið á laugardagskvöldinu. Um er að ræða skemmtilegan spurningaþátt þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum fimmtán spurningunum. Keppandi fær þrjár líflínur og aðstoð frá stuðningsliðinu.

Kristófer Skúli var brattur þegar hann mætti til Gumma. Hann mætti með fjölskylduna frá Blönduósi sér til stuðnings. Hann hóf keppni á að velja sér flokka og valdi íþróttir, sjónvarpsþætti, mat og drykk, náttúru og sögu.

Hann raðaði svo flokkunum og ákvað að byrja á sögu en sú spurning var erfiðari en hann átti von á. Spurningin var um Þorrann en Kristófer fór að endingu ekki snauður heim líkt og sjá má í þættinum í heild sinni.


Tengdar fréttir

Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum

Þættirnir Spurningasprettur fóru í loftið á Stöð 2 um síðustu helgi, nánar tiltekið á laugardagskvöldinu en um er að ræða skemmtilegan spurningaþátt þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum spurningunum rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.