Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 19. mars 2025 08:31 Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslenska óperan Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun