„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 17:55 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Vísir/Bjarni Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent