Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 12:05 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio. Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
„Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio.
Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira