Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 12:05 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio. Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
„Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio.
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira