Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 09:15 Tom Cruise og Ana de Armas virðast að minnsta kosti njóta félagsskapar hvors annars, svo mikið er vitað. Vísir/Getty Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025 Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Eins og fram hefur komið sáust þau úti að borða í London í febrúar. Þá spruttu upp sögusagnir um meintar ástir þeirra á milli. Sögðu heimildarmenn slúðurmiðlunum hinsvegar að þau hefðu skellt sér út að borða með umboðsmönnum sínum og að verið væri að ræða framtíðarmöguleika þeirra á samstarfi, enga rómantík. Nú segir Page Six frá því að þau hafi skellt sér í þyrluferð saman yfir London. Papparassar náðu svo myndum af þeim á flugvellinum þar sem þau voru bæði skælbrosandi. Þau hoppuðu svo upp í leigubíl saman. Miðillinn segir að ekki hafi tekist að fá nein viðbrögð frá talsmönnum leikarana. Meint ástarsamband því enn á huldu þó þyrluferðin þyki skjóta stoðum undir þá kenningu. Hinn 62 ára gamli Tom Cruise var síðast með rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni Elsina Khayrova. Slúðurmiðlar sögðu hinsvegar frá því að slitnað hefði upp úr sambandi þeirra þar sem Cruise þótti þau hafa farið of geyst með sambandið. Hann hefði auk þess verið varaður við Khayrova af fyrrverandi eiginmanni hennar og orðið efins um allt heila klabbið. Fátt hefur að sama skapi verið að frétta af ástarlífi hinnar 36 ára gömlu Önu de Armas. Hún sást leiða samlanda sinn og tengdason forseta Kúbu, Manuel Anido Cuesta í desember. Síðan hefur ekkert sést til þeirra saman en áður var de Armas að hitta Paul Boukadakis framkvæmdastjóra Tinder og þar áður stórstjörnuna Ben Affleck. Tom Cruise, 62, and Ana de Armas, 36, touch down in London together after helicopter ride https://t.co/EYiO2ZqlRM pic.twitter.com/S6nsP6UKVs— Page Six (@PageSix) March 16, 2025
Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög