Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:03 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth í 2-1 sigri Preston North End. PNEFC/Ian Robinson Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira