Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 13:52 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir til standa að undirrita samning við sveitarfélög um verkaskiptingu í málum barna í vanda. Vísir Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann. Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann.
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira