Áreitið hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 21:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir áreiti í garð starfsfólks sendiráðs Rússlands hafa verið stóra ástæðu fyrir því að sendiráðinu var lokað. Vísir/Arnar Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Breski miðillinn Daily Express greindi frá því á miðvikudag að vikurnar áður en íslensk stjórnvöld lokuðu sendiráðinu hafi starfsfólk lent í því að opið var inn á heimili þeirra og aska úr sígarettum þar víða. Einn starfsmaður sem var grænmetisæta fann steik í ísskápnum sínum sem einhver óprúttinn hafði komið fyrir þar. Ísland var fyrsta ríkið til að loka sendiráði sínu í Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist nýlega hafa verið upplýst um málið. „Ég get ekki tjáð mig um tiltekin tilvik. Hvort sem varðar starfsfólk eða tilvikin sjálf. En það er ljóst að það var brotið á friðhelgi starfsfólks okkar. Það er frumskylda okkar hér í utanríkisráðuneytinu að standa vörð og passa upp á fólkið okkar. Eðlilega var þetta mikilvæg og stór breyta inn í þá ákvörðun sem varð til þess að við lokuðum sendiráðinu,“ segir Þorgerður. Breskur prófessor vill meina að með þessu hafi rússnesk stjórnvöld verið að sýna að þeir kæmust inn á heimili fulltrúanna þegar þeim sýndist. Þeir hafi viljað neyða Ísland í að loka sendiráðinu. Með þessu hafi þeir brotið gegn Vínarsáttmálanum sem á að tryggja öryggi erlendra sendimanna. Er eitthvað vitað hvort rússneska ríkið kom eitthvað nálægt þessu? „Hver sem það var sem braust þarna inn, það er viðkomandi ríkis að tryggja öryggi sendiráðsstarfsfólks samkvæmt Vínarsáttmálanum. Það var einfaldlega það sem við vorum að benda Rússunum á,“ segir Þorgerður.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira