Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2025 14:03 Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar