Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:24 Það er oft erfitt fyrir ljósmyndara að ná íslenskum leikmanni á mynd þegar þeir mynda leiki í Bónus deild karla. Bragi Hinrik Magnússon hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í íslenska körfuboltanum. Vísir/Hulda Margrét Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira