Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 16:15 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, fagnar því að málið sé skoðað betur. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið. Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Eva Hauksdóttir lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn byrlunarmálsins svokallaða og óskað eftir að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að rýna málið, og þá sérstaklega aðkoma Ríkisútvarpsins, sem opinbert hlutafélag. Skoða eigi hvort brotið hafi verið á mannréttindum blaðamannnanna Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. „Blaðamannafélagið hefur margítrekað gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þessum sex blaðamönnum, sem hafa verið til rannsóknar vegna umfjöllunar um skæruliðamálið svokallaða. Við teljum að það sé full ástæða á að full rannsókn fari fram heildstætt og hvetjum nefndina til að skoða þetta mál,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Sérstaklega vilji félagið að rannsókn lögreglu verði skoðuð, afskipti ráðherra af málinu og fordæmalaus yfirlýsing lögreglu þegar málið var fellt niður. „Það má alveg skoða það hvort afskipti lögreglunnar af þessum blaðamönnum hafi verið brot á mannréttindum þessara blaðamanna. Sérstaklega þegar við horfum á tjáningarfrelsið og þetta inngrip, sem þetta var.“ Kjarni málsins skæruliðamálið Vilhjálmur sagði í Bítinu í morgun að blaðamennirnir hefðu gengið of langt í að afla gagna í málinu. „Blaðamenn tóku við gögnum frá heimildamanni sem áttu augljóst erindi til almennings. Þeir voru að vinna vinnuna sína, voru að vinna blaðamennsku. Það er óumdeilt að þessi gögn áttu erindi til almennings og fréttirnar tala sínu máli,“ segir Sigríður Dögg. „Allar fabúleringar um símstuld eru til þess fallnar að beina athygli almennings frá því sem málið snerist um og fréttir voru sagðar af: Að starfsfólk stórfyrirtækis lagði á ráð um hvernig mætti grafa undan trúverðugleika blaðamanna í því skyni að hafa áhrif á hvernig fjallað var um fyrirtækið.
Alþingi Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24 Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. 14. mars 2025 09:21
Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. 21. febrúar 2025 15:24
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15