Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Lovísa Arnardóttir skrifar 13. mars 2025 22:02 Tunglið verður rauðleitt við almyrkva. Fólk á austurhluta landsins gæti séð til tunglmyrkvans í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir spána því miður þannig að ólíklegt sé að það sjáist til tunglmyrkvans á vestari hluta landsins. „Það er útlit fyrir, því miður, að það verði skýjað. Það er fallegt veður núna en það fer að draga fyrir sólu á Suður- og Vesturlandi um miðnætti og verður alskýjað klukkan sex. En á austurhelmingi landsins ætti þetta að sjást.“ Varir í sex klukkustundir Fjallað er ítarlega um tunglmyrkvann á heimasíðu Sævars Helga Bragasonar og Gísla Más Árnasonar, Iceland at night. Þar kemur fram að tunglmyrkvinn muni alls var í sex klukkustundir og þrjár mínútur og þar af verði almyrkvi í um eina klukkustund og sex mínútur. Tunglmyrkvinn mun sjást best í Norður- og Suður-Ameríku og Kyrrahafi. Þar kemur einnig fram að almyrkvi hefjist klukkan 06:26, nái hámarki 06:59 og að honum ljúki um 07:32. Sólarupprás er svo um 07:49 og hún getur haft áhrif á sýnileika. Ekki þörf á sjóntækjum Á vef Iceland by night kemur einnig fram að ekki sé þörf á neinum sjóntækjum til að sjá tunglmyrkvann en að skemmtilegra sé að fylgjast með honum í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka. „Við almyrkva verður tunglið rauðleitt á litinn. Ástæðan er sú, að ljós frá sólinni berst í gegnum andrúmsloft Jarðar og bregður rauðum blæ á tunglið. Sólarljósið ferðast í gegnum þykkara andrúmsloft sem dreifir bláu ljósi burt á meðan rautt, appelsínugult og gult ljós berst í gegn og lýsir upp tunglið. Rauði liturinn veldur því, að almyrkvar á tungli eru stundum kallaðir „blóðmánar“,“ segir einnig á síðunni. Tunglið Geimurinn Veður Tengdar fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03 Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir spána því miður þannig að ólíklegt sé að það sjáist til tunglmyrkvans á vestari hluta landsins. „Það er útlit fyrir, því miður, að það verði skýjað. Það er fallegt veður núna en það fer að draga fyrir sólu á Suður- og Vesturlandi um miðnætti og verður alskýjað klukkan sex. En á austurhelmingi landsins ætti þetta að sjást.“ Varir í sex klukkustundir Fjallað er ítarlega um tunglmyrkvann á heimasíðu Sævars Helga Bragasonar og Gísla Más Árnasonar, Iceland at night. Þar kemur fram að tunglmyrkvinn muni alls var í sex klukkustundir og þrjár mínútur og þar af verði almyrkvi í um eina klukkustund og sex mínútur. Tunglmyrkvinn mun sjást best í Norður- og Suður-Ameríku og Kyrrahafi. Þar kemur einnig fram að almyrkvi hefjist klukkan 06:26, nái hámarki 06:59 og að honum ljúki um 07:32. Sólarupprás er svo um 07:49 og hún getur haft áhrif á sýnileika. Ekki þörf á sjóntækjum Á vef Iceland by night kemur einnig fram að ekki sé þörf á neinum sjóntækjum til að sjá tunglmyrkvann en að skemmtilegra sé að fylgjast með honum í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka. „Við almyrkva verður tunglið rauðleitt á litinn. Ástæðan er sú, að ljós frá sólinni berst í gegnum andrúmsloft Jarðar og bregður rauðum blæ á tunglið. Sólarljósið ferðast í gegnum þykkara andrúmsloft sem dreifir bláu ljósi burt á meðan rautt, appelsínugult og gult ljós berst í gegn og lýsir upp tunglið. Rauði liturinn veldur því, að almyrkvar á tungli eru stundum kallaðir „blóðmánar“,“ segir einnig á síðunni.
Tunglið Geimurinn Veður Tengdar fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03 Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12. mars 2025 09:03
Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17
Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu. 8. apríl 2024 16:46